á endalausu ferðalagi...
sunnudagur, september 26, 2004
Já takk, einn Guðmund Jónsson ...

það væri nú ekki slæmt að hafa hann við höndina. Hann Guðmundur er stærfræðiskennari í einum af framhaldsskólunum á höfuðborgasvæðinu. Hann kom mér í gegnum stærfræðina og núna sit ég eftir heilan dag að reikna og man bara ekki neitt í algebru! Það er nú ástand á heimilinu. Ég sem er búin að kaupa mér svo fínann vasareiknir, ég er að vísu enn að lesa handbókina svo ég geti notað hann almennilega. Ég verð bara dugleg að reyna við algebruna á dönsku.

Við erum nú annars flutt og erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni. Í þessari íbúð hafa verið Íslendingar alla vega í 4 ár. Það skondna við þetta allt saman að þegar við fluttum á Raskið í janúar, þá báðu þáverandi íbúar í þessari íbúð okkur um að taka blóm til ætleiðingar. Blómið er sem sagt komið "heim"aftur. Ég hef nú verið að reyna sðyrja blómið hvar það hafi verið staðsett í íbúðinni en ég held að það séu einhverjir tungumálaerfileikar í gangi, ég skil nefnilega ekki blómið! Vona bara að það verið sátt á þeim stað sem það er á.

Í gær ákváðum við að það væri nú gaman að spila í staðin fyrir að horfa á ekkert í sjónvarpinu. Við hringdum því 3 símtöl og hóuðum í Freyju & Gumma, Steina & Mæju, Axel & Ólöfu og svo í Berglindi & Óla, hún Guðrún kom líka hennar kærasti er enn á Íslandi. Þetta var rosalega gaman við spiluðum Trivial Pursit og strákarnir unnu. Við vorum nú ekki alveg sammála við stelpurnar en við vinnum bara næst.

Í dag borðuðum við svo 2 lambalæri annað var sýnishorn af íslensku og hitt var nýsjálelskt með brúnuðum kartöflum og Royal búðing á eftir. Þetta var æði og ég er enn södd.

Jæja það þýðir ekki að hangsa svona langur dagur í skólanum á morgun, þarf víst að kíkja á einn stuttan texta. Þannig að ég bið bara að heilsa þar til næst. Ég skal svo reyna að vera örlítið duglegri við að blogga.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.